U-17 kvenna | Frábær sigur gegn Tyrkjum

Stelpurnar okkar mættu Tyrklandi í Svytrus höllinni í dag í öðrum leik sínum á EHF Championship mótinu.

Það var mikill barátta í leiknum í fyrri hálfleik en Tyrkir komust yfir í byrjun leiksins en með frábærum varnarleik sneru íslensku stelpurnar leiknum sér í vil og leiddu með 4 mörkum í hálfleik, 14-10.

Íslenska liðið bætti í í seinni hálfleiknum og með frábærum varnarleik og vel útfærðum sóknarleik gerðu þær út um leikinn en þær komust 11 mörkum yfir með 10 mínútur eftir af leiknum. Ísland vann að lokum 9 marka sigur 28-19 þar sem Lilja Ágústsdóttir var valin maður leiksins hjá íslenska liðinu.

Markaskorarar Íslands:
Lilja Ágústsdóttir 5, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Embla Steindórsdóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Sara Dröfn Richardsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Amelía Dís Einarsdóttir 1.

Ingunn María Brynjarsdóttir varði 7 skot og Elísa Helga Sigurðardóttir varði 4 skot.

Íslenska liðið er því komið með 4 stig í riðlinum en næstu tvo daga taka við æfingar hjá liðinu og leikur það næst á miðvikudaginn klukkan 12:00 á íslenskum tíma við Hvíta-Rússland.