Stelpurnar okkkar spiluðu fyrri vináttu leik sinn við Pólland í Kwitzyn í dag. Niðurstaðan varð sjö marka tap 32-25 eftir kafalskiptan leik. 

Eftir að Ísland hafði skorað fyrsta mark leiksins sýndu Pólsku stúlkurnar fljótt styrk sinn og náðu yfirhöndinni. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður hafði Pólland fjögura marka forystu. Þá kom slæmur kafli hjá okkar stelpum sem varð þess valdandi að staðan var orðin erfið. Hálfleikstölur voru 21-10.

Síðari hálfleikur var mun betur spilaður af okkar hálfu. Stelpurnar náðu hægt og bítandi að saxa á forskotið og þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum var munurinn kominn niður í fimm mörk. Sá munur hélst nokkurn veginn út leikinn og lokatölur urðu eins og áður segir 32-25 Póllandi í vil. 

Það var gríðarlega góð reynsla fyrir stelpurnar að fá að mæta svona sterku liði á erfiðum útivelli. Stelpurnar eru staðráðnar í að gera betur í seinni leik liðanna sem fer fram á morgun á sama stað og kl 15 að íslenskum tíma.  

Markaskorarar Íslands:

Birta Rún Grétarsdóttir 7, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Berta Rut Harðardóttir 4, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 2, Isabella María Eriksdottir 1.

Sara Sif Helgadóttir varði 4 skot og Margrét Einarsdóttir varði 8 skot.