U-17 kvenna | Jafntefli í hörkuleik við Pólland

Stelpurnar okkar mættu Póllandi í fjórða og síðasta leik þeirra í riðlakeppninni í Svyturio höllinni í Klaipéda í dag.

Íslenska liðið byrjaði þennan leik betur en þær hafa gert hingað til í mótinu og náðu strax tveggja marka forystu sem jafnaðist út en mikið jafnræði var með liðunum og var jafnt á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik og stóðu leikar 13-13 þegar liðin gengu til búningsherbergjanna.

Það sama var uppá teningnum í seinni hálfleik þar sem hart var bartist og skiptust liðin á að leiða leikinn. Undir lokin áttu bæði lið færi á að taka forystuna og vinna leikinn sem tókst ekki og jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik 23-23. Inga Dís Jóhannsdóttir var valinn maður leiksins hjá íslenska liðinu.

Markaskorarar Íslands:
Lilja Ágústsdóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Sara Dröfn Richardsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Þóra Björg Stefánsdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.

Ingunn María Brynjarsdóttir var frábær í markinu og varði 13 skot.

Íslenska liðið er taplaust en endar í 2. sæti í riðilinum með jafn mörg stig og Pólland, sem endar númer eitt á fleiri skoruðum mörkum, sem þýðir að íslenska liðið mætir Spánverjum á laugardaginn í undanúrslitum mótsins klukkan 14:30 á íslenskum tíma.