U – 17 kvenna | jafntefli 27-27

Íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Færeyjar í seinni æfingaleik liðanna.
Fyrri hálfleikur var frábær hjá íslenska liðinu og var vörn og markvarsla til fyrirmyndar. Hálfleikstölur 15-9 Ísland í vil.

Í seinni hálfleik gerðu færeysku stelpurnar áhlaup á það íslenska og náðu að minnka muninn jafnt og þétt. Lokaandartök leiksins urðu æsispennandi þó íslenska liðið hefði verið einu skrefi á undan. Þær færeysku jöfnuðu þó jafnóðum en náðu ekki að nýta lokasóknina sína. Jafntefli því niðurstaðan.

Markaskor Íslands:
Dagmar Pálsdóttir 6,Ásthildur Þórhallsdóttir 5, Ágústa Jónasdóttir 3, Arna Eiríksdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Guðmunda Guðjónsdóttir 2, Eva Gísladóttir 1, Guðrún Traustadóttir 1, Bergrós Guðmundsdóttir 1, Alexandra Viktorsdóttir 1 og Ásrún Arnarsdóttir 1 mark.

Sif Hallgrímsdóttir varði 11 skot í markinu og Ingunn Brynjarsdóttir 4 skot.