Stelpurnar okkar í U17 gulltryggðu sér efsta sæti A riðils á EM á Ítalíu þegar þær unnu 8 marka sigur á Kosovo 27-19 í dag. Efsta sæti riðilsins gaf þeim sæti í undanúrslitum á laugardaginn þar sem þær mæta sterku liði Póllands.





Íslenska liðið var lengi í gang en þegar 10 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var Kosovo tveimur mörkum yfir. Þá tóku þjálfarar liðsins leikhlé og stelpurnar hrukku í gang eftir það. Vörnin small saman og á stuttum kafla náði liðið að vinna marga bolta og skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Góður kafli skilaði stelpunum fjögurra marka forystu í hálfleik 12-8. Í seinni hálfleik jókst forskotið jafnt og þétt sem skilaði stelpunum átta marka sigri. Vörnin var frábær allan leikinn og baráttan til fyrirmyndar. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins.





Mörk Íslands skoruðu:Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Hanna Karen Ólafsdóttir 5, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 1, Helga María Viðarsdóttir 1.





Lísa Bergdís Arnarsdóttir varði 14 skot í markinu í dag.





Næsti leikur liðsins er laugardaginn 10.ágúst kl.15 að íslenskum tíma við Pólland í undanúrslitum.