Stelpurnar í 17 ára landsliðinu unnu góðan sigur á Ísrael í fyrsta leik sínum á EM kvenna 24-19.

Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti, vörnin var frábær sem og Andrea í markinu sem varði vel. Stelpurnar komust fjórum mörkum yfir 9-5 en 2ja mínútna brottvísanir hleyptu Ísrael aftur inn í leikinn. Í hálfleik var staðan 10-9.

Stelpurnar mættu grimmar til leiks í seinni hálfleik og sigldu öruggum sigri í höfn 24-19.

Rakel Sara Elvarsdóttir var valinn maður leiksins hjá Íslandi.

Markaskorar Íslands:

Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 6, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 1, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1, Ída Margrét Stefánsdóttir 1.

Andrea Gunnlaugsdóttir spilaði allan leikinn og varði 17 skot.