Það voru tveir leikir á dagskrá strákunum í dag, í morgun mættu þeir Argentínu í lokaleik riðlakeppninnar og í kvöld var Alsír andstæðingurinn í keppni um 5.-8. sætið.

Leikurinn við Argentínu var jafn og spennandi allan tímann, okkar menn höfðu forystu eftur fyrsta þriðjung 8-6. Illa gekk að slíta Argentínu frá sér og eftir annan þriðjung var ennþá tveggja marka munur, 15-13. Í seinasta þriðjungnum var mikil spenna en í lokin voru það íslensku strákarnir sem kláruðu dæmið og unnu góðan sigur, 22-20.

Markaskorarar Íslands:

Goði Ingvar Sveinsson 4, Arnór Snær Óskarsson 3, Dagur Gautason 3, Davíð Elí Heimisson 3, Arnar Máni Rúnarsson 2, Daníel Freyr Rúnarsson 2, Dagur Kristjánsson 1, Magnús Axelsson 1, Ólafur Haukur Júlíusson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Viktor Jónsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 20 skot í leiknum.

Eftir leikinn gegn Argentínu var ljóst að íslenska liðið myndi spila um 5. – 8. sæti í mótinu og voru Alsír fyrsti andstæðingurinn þar.

Það var ljóst strax frá byrjun að strákarnir okkar ætluðu ekkert að gefa eftir. Þeir gáfu tóninn strax í fyrsta þriðjung og var staðan að honum loknum 11-3. Eftir 30 mínútur var staðan 21-10 og þegar yfir lauk höfðu íslensku strákarnir unnið frábæran sigur, 32-16. Vörn og hraðaupphlaup gengu eins og smurð vél allan leikinn og þá áttu báðir markverðirnir stórleik.

Markaskorarar Íslands:

Dagur Gautason 5, Arnór Snær Óskarsson 4, Dagur Kristjánsson 4, Daníel Freyr Rúnarsson 4, Ólafur Haukur Júlíusson 4, Arnar Máni Rúnarsson 2, Davíð Elí Heimisson 2, Eiríkur Þórarinsson 1, Goði Ingvar Sveinsson 1, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Tumi Rúnarsson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Viktor Jónsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 13 skot og Björgvin Franz Björgvinsson varði 10 skot.

Á morgun er leikið gegn Pólverjum um 5. sætið í mótinu, leikurinn hefst kl.8.45 að íslenskum tíma.