U-17 karla | Þriggja marka sigur á Slóveníu

U-17 ára landslið karla lagði Slóveníu 26-23 í Zvolen á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.

Leikurinn var jafn og spennandi en til að byrja með höfðu Slóvenar undirtökin og strákarnir okkar voru 1-2 mörkum undir allan fyrri hálfleikinn en staðan var 11-12 Slóvenum í vil í hálfleik.

Strákarnir mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og tóku fljótt stjórn á leiknum. Þá snerist taflið við og strákarnir okkar héldu forystunni út leikinn. Á lokamínútunni náðu strákarnir að bæta í og voru lokatölur 26-23 okkar strákum í vil.

Nú er stutt í næsta leik en strákarnir spila strax á morgun kl. 8 að íslenskum tíma og þá aftur við Spán um 5.-6. sæti mótsins.

Markaskor Íslands í dag var: Patrekur Guðmundsson Öfjörð með 7, Eiður Rafn Valsson með 5, Andri Clausen og Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson með 4, Gísli Rúnar Jóhannsson með 3, Örn Alexandersson með 2 og Daníel Stefán Reynisson með 1.