U17 ára landslið karla lék sinn annan leik á sterku æfingamóti í Lille í Frakklandi nú fyrr í kvöld. Liðið lék gegn Króötum sem höfðu leikið gegn Svisslendingum deginum áður og unnið sannfærandi.

Leikurinn var í járnum nær allan fyrri hálfleikinn. Króatar voru hins vegar sterkir í lok hálfleiksins og höfðu tveggja marka forskot, 14-12. Í síðari hálfleik voru Króaatar alltaf skrefi á undan okkar mönnum þar til Íslendingar jöfnuðu 20-20 með gríðarlega sterkum varnarleik. Liðið hafði skipt úr 6-0 vörninni og í 5-1 þar sem hver boltinn á fætur öðrum vannst. Hins vegar voru það Króatar sem voru höfðu heppnina með sér í lokin og uppskáru sigur 24-23.

Íslenska liðið sýndi mikla baráttu í leiknum gegn hávöxnu og sterku króatísku liði. Með betri færanýtingu hefðið liðið unnið leikinn en markvörður Króata lokaði hreinlega markinu seinustu mínúturnar.

Næsti leikur liðsins er gegn Svisslendingum á morgun kl. 16:30 að íslenskum tíma.


Markaskor Íslands:

Kristófer Máni Jónasson – 6 mörk

Benedikt Gunnar Óskarsson – 4 mörk

Jakob Aronsson – 3 mörk

Ísak Gústafsson – 3 mörk

Arnór Viðarsson – 2 mörk

Arnór Ísak Hadsson – 1 mark

Ari Pétur Eiríksson – 1 mark

Tryggvi Garðar Jónsson – 1 mark

Gunnar Hrafn Pálsson – 1 mark

Tryggvi Þórisson – 1 mark


Markvarsla:

Brynjar Vignir Stefánsson – 5 skot / 31% varsla

Adam Thorstensen – 3 skot / 18% varsla