U-17 ára landsliðið mætti Króötum í hreinum úrslitaleik í dag um hvort liðið kæmist í undanúrslit Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.

Króatar byrjuðu leikinn betur og komust í 0-2 á fyrstu mínútu leiksins. Okkar menn náðu eftir það góðum tökum á leiknum og komust í 9-6 en Króatar náðu að jafna fyrir leikhlé, 11-11.

Erfiðlega gekk að koma boltanum fram hjá markverði Króata í síðari hálfleik. Til allrar hamingju var vörnin öflug og náðu Króatar ekki að komast langt frá okkar mönnum. Mest lentum við fimm mörkum undir þegar tæplega 10 mínútur voru til leiksloka. Strákarnir náðu að minnka muninn í þrjú mörk þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en því miður nægði það ekki til og 21-24 tap staðreynd í erfiðum leik.

Með þessum úrslitum leika okkar strákar við heimamenn í Azerbaijan í leik um það hvort liðið spilar um 5.sætið eða 7.sætið á mótinu. Sá leikur fer fram kl. 16:30 á föstudaginn.

Markaskor:

Arnór Viðarsson 6, Arnór Ísak Haddsson 5, Kristófer Máni Jónasson 2, Ísak Gústafsson 2, Tryggvi Þórisson 2, Jóhannes Berg Andrason 1, Jakob Aronsson 1, Benedikt Gunnar Óskarsson 1, Reynir Freyr Sveinsson 1.

Markvarsla:

Brynjar Vignir Sigurjónsson 6 skot.