U-17 karla | Tap gegn Danmörku

U-17 ára landslið karla laut í lægra haldi gegn Danmörku í öðrum leik sínum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.

Leikurinn fór rólega af stað en Danir voru þó með undirtökin í leiknum en íslensku strákarnir héldu vel í við þá og munaði einungis einu marki í hálfleik 10-11 Dönum í vil.

Síðari hálfleikur einkenndist af mörgum mistökum, þar sem íslenska liðið missti aðeins taktinn og Danirnir sigu hægt og rólega fram úr. Liðið sýndi þó mikinn styrk og strákarnir gáfust aldrei upp.

Markaskor Íslands í dag var: Andri Clausen 6, Eiður Rafn Valsson 4, Gísli Rúnar Jóhansson, Patrekur Guðmundsson Öfjörð og Arnþór Sævarsson allir með 2. Kristófer Stefánsson, Bjarki Jóhannsson, Ívar Bessi Viðarsson og Örn Alexandersson allir með 1.

Strákarnir mæta Spánverjum kl. 14:30 að íslenskum tíma á morgun, sem er jafnframt síðasti leikur þeirra í riðlinum og eru þeir staðráðnir í að sækja sigur þar.