U-17 karla | Tap fyrir Spánverjum

U-17 ára landslið karla tapaði í dag fyrir sprækum Spánverjum og spila því um 5.-8. sæti mótsins.

Spánverjar tóku strax forystu og spiluðu mjög aggressíva 3-3 vörn sem íslenska liðið átti í erfiðleikum með. Staðan í hálfleik var 16-11 Spáni í vil.

Strákarnir komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleiknum og náðu á tímabili að minnka forskot Spánverjana en Spánverjar svöruðu um hæl og endaði leikurinn með sigri Spánar 34-25.

Markaskor íslenska liðsins í dag var: Gísli Rúnar Jóhannson með 5, Bjarki Jóhannson með 4, Arnþór Sævarsson, Andri Clausen og Eiður Rafn Valsson allir með 3, Kristófer Stefánsson og Daníel Stefán Reynisson með 2 hvor og Patrekur Guðmundsson Öfjörð, Ívar Bessi Viðarsson og Örn Alexandersson með 1.

Á föstudaginn mæta strákarnir Slóveníu í krossspili. Úrslit þess leik ráða því hvort liðið spili um 5.-6. sæti eða 7.-8. sæti mótsins.

Örn Alexandersson brýst í gegnum dönsku vörnina. Mynd/ÍSÍ
Gísli Rúnar Jóhannesson spilar knettinum á Ívar Bessa Viðarsson. Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson sýnir sig á línunni. Mynd/ÍSÍ