U-17 ára landslið karla mætti Frakklandi í fyrsta leiknum sínum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag.

Leikurinn byrjaði vel fyrir okkar drengi því fljótlega komumst við í 2-0 og aftur í 3-1. Eftir það jafnaðist leikurinn um stundarsakir eða þarf til strákarnir okkar settu í 5. gír og litu ekki um öxl.

Strákarnir héldu skyttum Frakka í skefjum í hálfleiknum og refsuðu þeim með frábærlega útfærðum sóknarleik. Staðan í leikhléi var 18-13.

Frakkarnir hófu síðari hálfleikinn vel og minnkuðu muninn í 19-16 þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar. Okkar strákar náðu vopnum sínum aftur og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Það var sama hvaða varnarleik Frakkarnir buðu upp á, okkar drengir leystu það frábærlega. Að lokum uppskáru okkar menn stórkostlegan sex marka sigur, 37-31 í miklum markaleik.

Það er óhætt að segja að Arnórarnir tveir hafi farið mikinn í leiknum en Arnór Viðarsson var markahæsti leikmaður liðsins með 10 mörk en Arnór Ísak Haddsson nýtti sín færi vel á línunni og skoraði 7 mörk. Varnarleikur íslenska liðsins var góður í dag og vann liðið marga bolta sem skilaði þægilegum hraðaupphlaupum.

Markaskor:

Arnór Viðarsson 10, Arnór Ísak Haddsson 7, Kristófer Máni Jónasson 5, Reynir Freyr Sveinsson 3, Ísak Gústafsson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Andri Már Rúnarsson 2, Guðmundur Bragi Ástþórsson 2, Jóhannes Berg Andrason 1, Tryggvi Þórsson 1.

Markvarsla:

Brynjar Vignir Sigurjónsson 11 skot

Næsti leikur liðsins er strax á morgun þegar liðið mætir Slóvenum kl. 12:30 að íslenskum tíma. Slóvenar gerðu jafntefli við Króata í hinum leik B-riðilsins í dag. Tilraun verður gerð að stream-a leiknum á morgun á facebooki HSÍ.

Áfram Ísland !

#handbolti #strakarnirokkar #u17karla #ReadytoShine