Strákarnir okkar unnu góðan sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Miðjarðarhafsmótsins fyrr í dag en mótið fer fram í París.

Í mótinu er leikið 3×15 mínútur og þá er stigagjöf frábrugðin því sem við höfum áður séð.

Það var lítið um varnir framan af fyrsta þriðjung í dag og eftir 8 mínútur höfðu Svartfellingar 4-6 forystu. En þá kom góður kafli hjá íslensku strákunum sem tryggði þeim góðan sigur í fyrsta þriðjung, 10-8.

Íslensku strákarnir bættu í forskotið á næstu 15 mínútum, staðan 19-13 eftir 30 mínútur. Munurinn hélt áfram að aukast seinustu 15 mínúturnar, lokatölur 29-17.

Þetta þýðir að íslenska liðið hefur 5 stig að loknum fyrsta leik í mótinu, en 1 stig er gefið fyrir sigur í hverjum þriðjung auk þess eru 2 stig fyrir sigur í leiknum.

Markaskorar Íslands í leiknum:

Arnór Snær Óskarsson 6, Dagur Gautason 5, Jónatan Marteinn Jónsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Dagur Kristjánsson 2, Eiríkur Þórarinsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Daníel Freyr Rúnarsson 1, Arnar Máni Rúnarsson 1, Ólafur Haukur Júlíusson 1, Viktor Jónsson 1.

Björgvin Franz Björgvinsson varði 9 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 1 skot.

Á morgun leikur íslenska liðið við Þjóðverja kl. 8.00 og Ítali kl.13.45. Beinar útsendingar frá leikjum í mótinu má finna

hér.
Heimasíða mótsins er 

http://14e-championnat-mediterraneen.fr/