U-17 karla | Sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

ÍSÍ tilkynnti  í gær að U-17 ára landslið karla hefðið verið boðin þátttaka á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) sem haldið verður í Maribor í Slóveníu næsta sumar. Fjölgar þar með verkefnum hjá U-17 ára karla landsliðinu en þeir taka einnig þátt í Opna Evrópumótinu í Svíþjóð.

Yngri landslið HSÍ verða á faraldsfæti á komandi sumri en verkefnin eru eftirfarandi:

U-21 karla – HM í Þýskalandi og Grikklandi
U-19 karla – HM í Króatíu
U-17 karla  – Opna Evrópumótið í Svíþjóð
U-17 karla – Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF), í Slóveníu
U-19 kvenna – EM í Rúmeníu
U-17 kvenna – EM í N-Makedóníu