U-17 karla | Ólympíuhátið Evrópuæskunnar

U-17 karla komu til Zvolen Í Slóvakíu seint í gærkvöldi eftir langt ferðalag sem gekk að mestu vel fyrir sig þrátt fyrir að boltapokinn hafi ekki komist á leiðarenda.

Í dag æfði liðið saman í hádeginu og fór yfir lokaundirbúning fyrir leikina framundan. Í kvöld fara svo allir þátttekendur mótsins á opnunarhátíð mótsins í Banská Bystrica.

Leikir Íslands í riðlakeppninni eru svona:

Mán 25. júlí kl. 16:30 Króatía – Ísland

Þri 26. júlí kl. 16:30 Ísland – Danmörk

Mið 27. júlí kl. 16:30 Spánn – Ísland

HSÍ mun fylgjast með strákunum ytra og flytja fréttir af gangi mála.