U-17 ára landslið karla leikur þessa dagana á æfingamóti í Lille í Frakklandi. Liðið ferðaðist til landsins í gær og dvelur í góðu yfirlæti á hóteli í borginni Lille. Fyrsti leikur strákanna var gegn heimamönnum í kvöld.

Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn en þeir komust í 3-0 eftir örfáar mínútur. Íslenska liðið var fljótt að jafna leikinn og hafði yfirhöndina restina af hálfleiknum. Staðan í leikhléi var 15-16 fyrir okkar menn.

Síðari hálfleikur var vel leikinn af okkar hálfu og þegar skammt var eftir af leiknum höfði strákarnir þriggja marka forskot. Frakkarnir voru hins vegar sterkir á leikametrunum og jöfnuðu þegar 20 sekúndur voru eftir. Íslendingar áttu möguleika að tryggja sér sigurinn en Frakkarnir stálu boltanum og brunuðu í hraðaupphlaup. Það var hins vegar Adam sem varði hraðaupphlaupið í þann mund sem lokaflautið gall. Jafntefli niðurstaðan, 27-27.

Margt jákvætt í leiknum gegn líkamlega sterkum Frökkum. Hins vegar grátlegt að missa forskotið á lokamínútunum. Adam átti góðan leik í markinu og varði 14 skot eða 35% markvörslu og bjargaði góðu stigi sem liðið hefði tekið fegins hendi fyrir leik.

Markaskor Íslands:

Benedikt Óskarsson – 5 mörk

Ísak Gústafsson – 5 mörk

Arnór Viðarsson – 4 mörk

Gunnar Hrafn Pálsson – 3 mörk

Guðmundur Bragi Ástþórsson – 3 mörk

Jakob Aronsson – 3 mörk

Reynir Freyr Sveinsson – 1 mark

Tryggvi Þórisson – 1 mark

Kristófer Máni Jónasson – 1 mark

Símon Michael Guðjónsson – 1 mark

Markvarsla:

Adam Thorstensen – 14 skot (35%)

Brynjar VIgnir Sigurjónsson – 1 skot (50%)

Næstu leikir liðsins er á morgun og laugardag

Föstudagur – 26.október

Ísland – Króatía kl. 16:30 (íslenskur tími)

Laugardagur – 27.október

Ísland – Sviss kl. 16:30 (íslenskur tími)