U-17 karla | Ísland – Slóvenía í dag

U-17 ára landslið karla mætir Slóvenum í dag kl. 14:30 að íslenskum tíma í krossspili milli riðla á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.

Úrslit þessa leiks skýra hvort íslenska liðið spili um 5.-6. eða 7.-8. sæti mótsins.

Íslensku strákarnir funduðu í hádeginu og fóru yfir helstu atriði fyrir leikinn í dag og eru þeir staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit og leggja allt í sölurnar í dag.

Mynd fengin með leyfi ÍSÍ