Íslenska U-17 ára landslið karla leikur sinn fyrsta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag kl. 12:30 að íslenskum tíma í Baku í Azerbaijan. Andstæðingar dagsins eru Frakkar. Því miður er leikurinn ekki sýndur í beinni útsendingu en fréttir af leiknum munu berast um leið og honum lýkur.