Í kvöld mættust u-17 ára landslið Íslands og Frakklands á 4 liða móti í Frakklandi. Leikir kvöldsins voru spilaðir í Saint Quentin, en mótið er spilað í þremur borgum á jafnmörgum dögum.

Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að hafa forystu. Lítið var um varnir en liðin spiluðu bæði bráðskemmtilega sóknarleik. Í hálfleik var staðan 17-18 fyrir Ísland.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega og komst fljótlega 5 mörkum yfir. En Frakkar gáfust ekki upp og minnkuðu niður í 1 mark þegar 8 mín voru eftir. Íslensku strákarnir létu samt ekki slá sig útaf laginu og áttu frábærar lokamínútur sem að lokum skilaði 6 marka sigri, 36-30.

Mörk Íslands í leiknum:

Arnór Óskarsson 9, Goði Ingvar Sveinsson 8, Dagur Gautason 6, Haukur Þrastarson 4, Daníel Rúnarsson 3, Tjörvi Gíslason 3, Dagur Kristjánsson 2, Arnar Rúnarsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 22 skot í leiknum.