U-17 karla | Enduðu milliriðli á sigri

Milliriðlunum lauk í dag hjá strákunum í U17 þegar þeir léku gegn Ísrael. Fyrir leikinn var vitað að sigurvegarinn myndi spila um 5. sæti mótsins en tapliðið um 7. sætið. 

Það var því mikið í húfi og sást það á fyrstu mínutum leikins þar sem að leikmenn voru vel stemmdir. Það voru íslensku strákarnir sem bryju betur á náðu frumkvæðinu í byrjun sem þeir héldu svo út hálfleikinn og voru yfir í hálfleik 12-9.

Áfram hélt barningurinn á milli liðanna í seinni hálfleik og áttu liðin í miklum vandræðum með að skora og þegar hálfleikurinn var hálfnaður voru bæði lið búin að skora 3 mörk og staðan því 15-12. Strákarnir hleyptu Ísrael ekki nær sér og héldu forskotinu út leikinn þótt að áfram gengi erfiðlega að skora en leikurinn endaði 18-15.

Markaskor Íslands í leiknum var: Dagur Árni Heimisson 4 mörk, Antonie Óskar Pantano 4, Max Emil Stenlund 4, Hugi Elmarsson 3, Harri Haldórsson 2 og Daníel Bæring Grétarsson 1.

Í markinu stóð Sigurjón Bragi Atlason og varði 7 bolta.

Á morgun spila strákarnir svo síðasta leik sinn á mótinu þegar þeir spila um um 5. sætið þar sem að mótherjinn er Króatía og er sá leikur kl. 14:30 á íslenskum tíma.