U-17 karla | Annar sigur gegn Færeyingum

Eftir góðan sigur í gær mætti 17 ára landslið karla Færeyingum öðru sinni í Kaplakrika í dag. Þessir leikir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir Opna Evrópumótið og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fara fram í sumar.

Strákarnir okkar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 4-0 á upphafmínútunum en eftir það jafnaðist leikurinn og íslenska liðið með nauma forystu fram eftir hálfleiknum. Á lokamínútunum hálfleiksins tóku strákarnir okkar fínan sprett og fóru með 5 marka forystu inn í leikhléið, staðan 18-13.

Nokkur harka færðist í leikinn í síðari hálfleik en munurinn á liðunum var alltaf 3-5 mörk. Að lokum voru það strákarnir okkar sem höfðu 6 marka sigur 34-28.

Markaskorarar Íslands:
Ágúst Guðmundsson 6, Dagur Árni Heimisson 5, Hugi Elmarsson 4, Magnús Dagur Jónatansson 4, Antoine Óskar Pantano 3, Aron Daði Stefánsson 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Bernard Kristján Owusu Darkoh 2, Haukur Guðmundsson 2, Daníel Bæring Grétarsson 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1 , Jökull Helgi Einarsson 1 og Max Emil Stenlund 1.

Sigurjón Bragi Atlason varði 8 skot og Óskar Þórarinsson varði 5 skot.

Næsta verkefni U-17 ára landsliðs karla er Opna Evrópumótið sem fer fram í Gautaborg í Svíþjóð en það hefst 3. júlí nk.