U-17 ára landslið karla endaði í 5.sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar eftir sigur á Slóvenum í dag, 24-17 í miklum baráttuleik. Staðan í leikhléi var 8-8.

Slóvenarnir voru mun ákveðnari í byrjun leiks og komust fljótlega í 0-2. Þá kom þá góður kafli okkar stráka þar sem liðið skoraði fjögur mörk í röð og breytti stöðunni í 6-3. Leikurinn jafnaðist eftir þetta og staðan í hálfleik var 8-8.

Í síðari hálfleik voru okkar drengir mun ákveðnari og létu Slóvena sem voru grófir og pirraðir, ekki hafa áhrif á sig. Þegar flautað var til leiksloka höfðu Íslendingar unnið frækinn 24-17 sigur.

Markakskor:

Kristófer Máni Jónasson 5, Arnór Ísak Haddsson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Reynir Freyr Sveinsson 3, Jakob Aronsson 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Arnór Viðarsson 2, Jóhannes Berg Andrason 2.

Markvarsla:

Brynjar Vignir Sigurjónsson 14 skot eða 39% markvarsla

Íslenska liðið endaði í 5.sæti á þessu sterka móti sem er besti árangur sem íslenskt lið hefur náð á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Liðið tapaði eingöngu einum leik og það var gegn Króötum sem stóðu síðan uppi sem sigurvegarar á mótinu eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitum. Enn á ný er framtíðin björt í íslenskum handbolta.

#strakarnirokkar #handbolti #u17karla #ReadytoShine