U-17 ára kvenna | Ferðast til Litháen

U-17 ára landslið kvenna ferðast í dag frá Íslandi til Litháen þar sem stelpurnar taka þátt í EHF Championship. Stelpurnar millilenda í Kaupmannahöfn áður en flogið er yfir til Litháen þar sem leikið er í Svytrus höllinni í borginni Klaipéda.

Stelpurnar okkar mæta Lettlandi á morgun, leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og verður honum streymt á www.ehftv.com

Við sendum stelpunum okkar baráttu kveðju og munum birta fréttir af gangi mála hjá þeim á miðlum HSÍ á næstu dögum.