Síðasti leikurinn í milliriðlunum var gegn Eistum, stelpurnar byrjuðu ekki nægilega vel sóknarlega en staðan í hálfleik var 9-6 Íslandi í vil. Það var alltof mikið af skotfeilum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var miklu betri sóknarlega og vannst leikurinn 23-16.

 

Markaskorar Ísland:Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 4, Linda Björk Brynjarsdóttir 3, Ída Margrét Stefánsdóttir 3,Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2,Selma María Jónsdóttir 2,Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Valgerður Ósk Valsdóttir 1.

María Lovísa Jónasdóttir  varði 8 skot og Andrea Gunnlaugsdóttir 3 skot.