U-16 ára landslið kvenna tapaði fyrir Færeyjum 23-24 í hörku leik. Stelpurnar höfðu frumkvæðið í leiknum í 57 minútur en Færeyingar höfðu betur eftir æsi spennandi lokamínútur.

Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum strax í byrjun og leiddi leikinn frá fyrstu mínútu.Íslensku stelpurnar léku vel í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn og leiddi með 5 mörkum þegar liðin gengu til búningsklefa, 14-9.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náðu mest 7 marka forustu. En það voru Færeyjingar sem voru sterkari á lokakaflanum og unnu 23-24.

Þetta var fyrsti landsleikur hjá þessum stelpum og léku þær mjög vel í 45 mínútur. Engu að síður svekkjandi tap staðreynd og stelpurnar fá tækifæri á morgun til að svara fyrir sig.

Markaskorarar Íslands:

Lilja Ágústsdóttir 7, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Emilía Kjær 1

Ísabella Schöbel Björnsdóttir átti góðan leik í markinu og varði 18 skot (43%)