Stelpurnar okkar léku seinni leik sinn í dag gegn Portúgal á European Open í Gautaborg. Fyrri hálfleikurinn jafn allan tímann og skiptumst liðin á að hafa forustu. Staðan í hálfleik var 10-9 fyrir Portúgal.

Síðari hálfleikur hélt áfram að þróast svipað. Liðin skiptust á að hafa forustu og voru lokamínútur leiksins æsi spennandi. Því miður voru það stelpurnar frá Portúgal sem reyndust sterkari á loka mínútum leiksins. Lokastaða var 19-16 fyrir Portúgal.

Stelpurnar spiluðu góða vörn framan af og var markvarslan fín, það var hins vegar slakur sóknarleikur sem varð liðinu að falli í kvöld.

Markaskor Íslands:

Lydía Gunnþórsdóttir 7, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 3, Rakel Dóróthea Ágústsdóttir 2, Þóra Hrafnkelsdóttir 1

Markvarsla:

Ingunn María Brynjarsdóttir varði 8 skot 40% og Millý 3 skot 38%.

Næsti leikur Íslands er í fyrramálið á móti Póllandi  kl. 10:00 á íslenskum tíma.

Á myndinni má sjá Ester Amíru Æisdóttur og Kristbjörgu Erlingsdóttur.