Stelpurnar okkar léku þriðja leik sinn í dag gegn Póllandi á European Open í Gautaborg. Pólland náði strax undrtökum í leiknum og voru betri aðilinn frá fyrstu mínútu.  Staðan í hálfleik var 9-5 fyrir Póllandi.

Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri. Pólsku stelpurnar voru sterkari á öllum sviðum. Lokastaða var 21-12 fyrir Pólland

.

Stelpurnar áttu ágætis spretti í vörninni og var markvarslan var mjög góð eins og í hinum leikjunum, það var hins vegar slakur sóknarleikur sem varð liðinu að falli líkt og í síðasta leik.

Markaskor Íslands:

Dagmar Guðrún Pálsdóttir 5, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 1, Ester Amíra Ægisdóttir 1, Anna Karítas Eiríksdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1

Markvarsla:

Ingunn María Brynjarsdóttir varði 8 skot 33%

Stelpurnar leika því um 13. – 17. sætið.

Á myndinni má sjá Dagmar Gúðrún Pálsdóttir, Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Annu Karítas Eiríksdóttir