Íslenska liðið byrjaði mjög vel og komst í 5-0 kafla þannig að Rússarnir tóku leikhlé. Rússarnir náðu aðeins að komast hægt og rólega inn í leikinn en stelpurnar okkar héltu áfram að berjast. Staðan í hálfleik var 13-14 fyrir Rússum. Í seinni hálfleik var mikil barátta og gáfust leikmenn aldrei upp og munaði alltaf aðeins einu marki á liðinum á lokasprettinum var Íslenska liðið ákveðnara og sigraði með einu marki 28-27.

Markaskorar Íslands: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 8, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Elín Rós Magnúsdóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Ásthildur Bjarkadóttir 2, Ída Margrét Stefánsdóttir 2, Linda Björk Brynjarsdóttir 1, Valgerður Ósk Valsdóttir 1.