U-16 ára landslið kvenna sigraði Færeyjar í vináttulandsleik í dag. Leikurinn var jafn til að byrja með en íslensku stelpurnar síndu styrk sinn í seinni hálfleik og lönduðu góðum sigri 23-21.

Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfelik en íslensku stelpurnar skoruðu síðasta mark hálfleiksins og leiddi því með 1 marki í hálfleik 10-9.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og tók höfðu stelpurnar frumkvæðið allan hálfleikinn. Öflun vörn og agaður sóknarleikur var lykillinn af góðum sigri íslenska liðsins.

Þetta var seinni leikurinn í þessari törn og náðu stelpurnar að svara fyrir svekkjandi tap í gær. Stelpurnar voru allar að spila sína fyrstu landsleiki og koma þær reynslunni ríkari út úr þessum leikjum.

Markaskorarar Íslands:

Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Elísa Elíasdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Thelma Björgvinsdóttir 2, Emilía K. Matthíasdóttir 2, Rakel Guðmundsóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2,

Ísabella Schöbel Björnsdóttir varði 5 skot

Jóanna MARIANOVA SIAROVA varði 2 skot