Mikilvægur leikur hjá íslandi gegn Slóvakíu í milliriðlunum sem heldur okkur í fyrsta sætinu og munum þær spila siðasta leikinn í fyrramálið geng Eistlandi.  Þetta var baráttu leikur og voru allir leikmenn Íslenska liðsins tilbúnar að gefa allt í þetta.Íslenska liðið byrjaði betur og var staðan í hálfleik 14-11 fyrir okkur. Í seinni hálfleik hélt sama baráttan áfram en íslensku stelpurnar voru staðráðnar í að klára þennan leik með sigri.

Markaskor:Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma María Jónsdóttir 4, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Ída Margrét Stefánsdóttir, Bríet Ómarsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Valgerður Ósk Valsdóttir 1.