Stelpurnar okkar léku sjötta leik sinn í dag gegn Færeyjum á European Open í Gautaborg. Fyrri hálfleikur var jafn og skemmtilegur og einkenndist af mikilli báráttu hjá báðum liðum. Það var ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt.  Staðan í hálfleik var 14-11 fyrir Ísland.

Síðari hálfleikur var einnig jafn og spennandi en íslensku stelpurnar voru staðráðnar í að gefa ekkert eftir og héldu forustunni til enda.  Lokastaða var 22-19 fyrir Ísland.

Stelpurnar léku vel í dag og uppskáru góðan sigur.

.

Markaskor Íslands:

Lýdía Gunnþórsdóttir 11, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Ágústa Rún Jónasdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 3, Ester Amíra Ægisdóttir 1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1

Markvarsla:

Ingunn María Brynjarsdóttir varði 12 skot 39%

Stelpurnar leika síðasta leik sinn á þessu móti á morgun gegn Finnlandi kl. 08:30 að íslenskum tíma.