Stelpurnar okkar léku fjórða leik sinn í dag gegn Eistlandi á European Open í Gautaborg. Ísland náði strax undrtökum í leiknum og voru betri aðilinn frá fyrstu mínútu.  Staðan í hálfleik var 16-9 fyrir Ísland.

Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri. Íslensku stelpurnar voru sterkari á öllum sviðum. Lokastaða var 27-10 fyrir Ísland

.

Markaskor Íslands:

Ester Amíra Ægisdóttir 7, Kristbjörg Erlingsdóttir 4, Sólveig Þórmundsdóttir 3, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 3, Þóra Hrafnkelsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Herdís Eiríksdóttir 1, Ágústa Rún Jónsdóttir 1, Anna Karítas Eiríksdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Lýdía Gunnþórsdóttir 1,

Markvarsla:

Ingunn María Brynjarsdóttir varði 5 skot 71%

Elísabet Millý Elíasardóttir varði 10 skot 56%

Stelpurnar leika annan leik í dag á móti Lettum kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Á myndinni má sjá Sólveigu Þórmundsdóttur, Elísabetu Millý Elíasardóttur og Ásrúnu Ingu Arnarsdóttur