U 16 kvenna | Öruggur sigur á Færeyjum

Stelpurnar í U 16 ára landsliði kvenna mættu Færeyjum í fyrri vináttuleik liðanna núna í hádeginu. Stelpurnar mættu grimmar til leiks og höfðu frumkvæðið frá upphafi en um miðjan ha´lfleikinn var staðan 13-8 íslensku stúlkunum í vil. Stelpurnar bættu svo bara í seinni hluta hálfleiksins og staðan að honum lokunum 20 – 12.

Í seinni hálfleik komst færeyska liðið aldrei nálægt því íslenska og niðurstaðan öruggur sigur Íslands 32-23.

Mörk Íslands í leiknum: Ebba Guðríður Ægisdóttir 5 mörk, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 4, Roksana Jaros 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Hafdís Helga Pálsdóttir 3, Silja Katrín Gunnarsdóttir 2, Hrafnhildur Markúsdóttir 2, Eva Steinsen Jónsdóttir 2, Dagný Þorgilsdóttir 1, Klara Káradóttir 1, Laufey Helga Óskarsdóttir 1 og Guðrún Antonía Jóhannsdóttir 1.

Í markinu vörðu Arna Sif Jónsdóttir 5 bolta og Danijela Sara Björnsdóttir 3.

Liðin mætast á ný á morgun kl. 12:00 í Safamýri.