U 16 kvenna | Öflugur seinni hálfleikur skapaði sigur á Færeyjum

Stelpurnar í U 16 ára landsliði kvenna mættu Færeyjum í örðum vináttuleik liðanna í dag. Það voru Færeyjingar sem byrjuðu betur og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 13 – 10 Færeyjum í vil.

Í seinni hálfleik mættu íslansku stelpurnar grimmar til leiks og skoruðu fyrstu 4 mörk hálfleiksins. Þær höfðu svo frumkvæðið út hálfleikinn er þegar 5 mínútur voru eftir var staðan 24 – 20 Íslandi í vil. Þá kom áhlaup frá færeyska liðinu en íslensku stelpurnar héldu þetta út og unnu að lokum 25 – 24 sigur.

Mörk Íslands í leiknum: Ebba Guðríður Ægisdóttir 5 mörk, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 4, Laufey Helga Óskarsdóttir 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Hrafnhildur Markúsdóttir 3, Eva Steinsen Jónsdóttir 3, Hafdís Helga Pálsdóttir 1, Dagný Þorgilsdóttir 1 og Guðrún Antonía Jóhannsdóttir 1.

Í markinu varði Danijela Sara Björnsdóttir 6 skot og Arna Sif Jónsdóttir 5.

Þessir leikir voru liður í undirbúningi fyrir European Open í Gautaborg sem hefst 1. júlí og fara stelpurnar því fullar sjálfstraust á það mót.