U-16 karla | Tveir vináttuleikir í Færeyjum

Strákarnir okkar í U-16 ára landsliði karla eru þessa stundina á leiðinni til Færeyja þar sem þeir leika tvo vináttu landsleiki um helgina.

Liðið mun dvelja og leika í Færeyjum en leikið verður í Höllinni á Hálsi. Fyrsti leikur liðsins er á morgun og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Leiknum verður streymt og birtum við slóð á leikinn á morgun, að sjálfsögðu verður einnig fjallað um leikina á miðlum HSÍ.

HSÍ og færeyska handknattleikssambandið hafa síðustu ár verið í góðri samvinnu með leiki yngri landsliða. U-16 og U-18 ára landslið kvenna léku landsleiki í Færeyjum fyrir tveimur árum og komu færeysku stúlkurnar í heimsókn hingað síðastliðna helgi. Von er á frekari samstarfi við nágranna okkar á næstu árum.