U-16 ára landslið karla sem leikur þessa dagana á Vrilittos Cup í Aþenu mætti Bosníu Herzegóvínu í fyrsta leik í morgun. Smá sviðskrekkur einkenndi leik leik liðsins í leiknum enda fyrsti landsleikur sem okkar drengir leika. Jafnt var á flestum tölum framan af fyrri hálfleik en undir lokin þegar Bosníumenn sigu fram úr og staðan 12-16 í hálfleik.  

Okkar drengir héldu áfram að berjast en því miður náðu Bosníumenn að auka forskotið í átta mörk þegar mest var. Seinustu 10 mínútur leiksins tóku drengirnir við sér og söxuðu jafnt og þétt á forskot Bosníumanna. Það dugði ekki til og tap 26-28 staðreynd.  

Markaskor Íslands:

Ísak Gústafsson 5, Kristófer Máni Jónasson 5, Arnór Viðarsson 3, Arnór Ísak Hadsson 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Guðmundur Bragi Ástþórsson 2 mörk, Símon Michael Guðjónsson 2 mörk, Gunnar Hrafn Pálsson 1 og Tryggvi Garðar Jónsson 1.  

Í markinu varði Adam Thorstensen 14 skot og Magnús Gunnar Karlsson 4 skot.  

Næstu leikir liðsins eru í fyrramálið kl. 07:00 gegn Rúmeníu og kl. 14:00 gegn Króötum.