Strákarnir í U16 ára landslið drengja lék í dag til úrslita í Vrilittos Cup í Aþenu. Liðið vann í morgun Ísrael í undanúrslitum og lék gegn Króatíu í úrslitunum.

Eins og fyrr sagði mættu okkar drengir Ísrael í undanúrslitum. Ísraelar voru sterkir og komu á óvart með framarlegri 3-3 vörn í upphafi leiks. Við leystum vörnina vel og unnum að lokum eins marks sigur í æsispennandi leik, 25-24.

Markaskor Íslands gegn Ísrael:

Benedikt Gunnar Óskarssin 6, Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Arnór Viðarsson 3, Arnór Ísak Haddsson 3, Reynir Freyr Sveinsson 2, Kristján Pétur Bárðason 2, Ísak Gústafsson 1, Tryggvi Þórisson 1, Kristófer Máni Jónasson 1.

Markvarsla:

Adam Thorstensen 44% og Magnús Gunnar Karlsson 

Í úrslitunum mættu okkar drengir Króatíu. Eftir frábæran leik af okkar hálfu þar sem Ísland hafði forystu nær allan leikinn náðu Króatar sigurmarki leiksins í þann mund sem leikklukkan gall. Sorglegur endir á frábærum leik, 20-21.

Markaskor Íslands gegn Króatíu:

Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Ísak Gústafsson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 2, Tryggvi Þórisson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Reynir Freyr Sveinsson 2, Arnór Viðarsson 1 og Arnór Ísak Haddsson 1.

Markvarsla:

Adam Thorstenson 43% markvarsla

Mótið var dýrmæt reynsla fyrir þessa drengi en þetta voru þeirra fyrstu landsleikir.