U-15 ára landslið kvenna fór í æfingaferð til Akueyrar um hvítasunnuhelgina og æfði við frábærar aðstæður í KA heimilinu.

Alls voru það 21 stúlka sem tóku þátt í æfingunum en bæði var æft með bolta í sal auk þess sem mikil áhersla var lögð á styrktaræfingar með lóð.

Þjálfarar u-15 ára liðsins eru Rakel Dögg Bragadóttir, Ólafur Víðir Ólafsson og Sigurjón Friðbjörn Björnsson.

Myndir af heimasíðu KA (www.ka.is)