U-15 kvenna | 26-22 sigur gegn Færeyjum

Stelpurnar okkar í U-15 ára landsliðinu léku fyrr í dag við Færeyjar í Færeyjum en leikurinn er hluti af æfingaferð yngri landsliða kvenna.

Leikurinn var var jafn lengi vel en okkar stelpur leiddu í hálfleik 9-12. Í seinni hálfleik var Ísland yfir allan tímann en Færeyjar áttu þó sín áhlaup. Stelpurnar sýndu mikinn karakter að standast áhlaupin og munurinn fór mest í sex mörk. Lokastaðan var 22-26 Ísland í vil.

Liðin mætast svo aftur á morgun.

Markaskorarar Íslands:
Ester Elísabet Guðbjartsdóttir 7, Laufey Helga Óskarsdóttir 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 2, Ebba Guðríður Ægisdóttir 2, Elín Vilhjálmsdóttir 2, Hrafnhildur Markúsdóttir 2, Sigrún Erla Þórarinsdóttir 2, Silja Katrín Gunnarsdóttir 2, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 2, Bryndís Hulda Ómars 1

Sigrún Ásta Möller varði 7 skot og Danijela Sara Björnsdóttir varði 2 skot.