U-15 kvenna | 23-17 sigur gegn Færeyjum

Stelpurnar okkar í U-15 ára landsliðinu léku fyrr í dag seinni leikinn sinn við Færeyjar í Færeyjum en leikurinn var hluti af æfingaferð yngri landsliða kvenna.

Ísland náði góðri forystu um miðbik fyrri hálfleiks og héldu henni til loka hálfleiks þar sem okkar stelpur leiddu í hálfleik 10-15. Færeyjar byrjuðu seinni hálfleik betur og náði að minnka muninn niður í tvö mörk en þá tóku okkar stelpur við sér með frábærri vörn og unnu öruggan 17-23 sigur.

Markaskorarar Íslands:

Laufey Helga Óskarsdóttir 4, Ebba Guðríður Ægisdóttir 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Silja Katrín Gunnarsdóttir 3, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 2, Hrafnhildur Markúsdóttir 2, Bryndís Hulda Ómars 1, Ester Elís Guðbjartsdóttir 1, Dagný Þorgilsdóttir 1, Danijela Sara Björnsdóttir 1, Roksana Jaros 1

Sigrún Ásta Möller varði 7 skot og Danijela Sara Björnsdóttir varði 3 skot