Í gærkvöldi hélt u-15 ára landslið drengja af stað til Álaborgar í Danmörku en þar verður liðið við æfingar og keppni næstu vikuna. 

Í Álaborg mun liðið leik gegn dönskum félagsliðum auk þess að æfa við topp aðstæður.

Þjálfarar liðsins eru Maksim Akbashev og Örn Þrastarson, liðsstjóri er Andri Sigfússon.

Frekari fréttir af hópnum birtast á heimasíðu HSÍ síðar í vikunni.

Myndin hér fyrir neðan var tekin á æfingu eftir hádegið í dag.