U-19 ára landslið karla lék í dag 2 leiki á Sparcassen Cup í Þýskalandi.

Fyrri leikur dagsins var gegn Hollandi og hafði Holland betur 29-22 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-8.

Íslenska liðið lék sérlegan slakan fyrri hálfleik, bæði sóknar og varnarlega. Í síðari hálfleik lék liðið aðeins betur en líkamlega sterkir Hollendingar lönduðu öruggum sigri.

Mörk Íslands skoruðu: Ýmir Gíslason 4, Þórarinn Leví Traustason 4, Sigurður Egill Karlsson 3, Hjalti Már Hjaltason 2, Kristján Örn Kristjánsson 2, Sigurbjörn Markússon 2, Guðjón Ágústsson 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Lúðvík Arnkelsson 1, Rökkvi Finnsson 1 og Gestur Ingvarsson 1.

Í markinu varði Arnar Þór Fylkisson 9 bolta og Daníel Guðmundsson 2.

Í seinni leik dagsins mættu strákarnir Þýskalandi og var leikurinn frábær skemmtun. Jafnræði var með liðunum fram í miðjan seinni hálfleikinn en reyndist þýska liðið sterkara á lokasprettinum og landaði öruggum sigri 27-18. Allt annað var að sjá til liðsins í þessum leik og var vörn og barátta til fyrirmyndar.

Staðan í hálfleik var 11-9 fyrir Þýskalandi.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Kristján Örn Kristjánsson 5, Þórarinn Leví Traustason 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Sigurður Egill Karlsson 2, Ragnar Kjartansson 2, Lúðvík Arnkelsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1 og Ýmir Gíslason 1.

Á morgun er leikið um sæti 5-8 og er fyrri leikur dagsins gegn Póllandi kl.09.30.