Vegna veðurs og ófærðar hefur tveimur leikum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla sem fram áttu að fara í kvöld verið frestað til morguns.

Um er að ræða viðureign ÍR og Akureyrar annars vegar og Aftureldingar og ÍBV hins vegar.

Nýr leiktími á báða leikina er á morgun, miðvikudaginn 8.apríl, og hefjast þeir báðir kl.19.30.

Jafnframt seinkar annarri viðureign liðanna sem fram átti að fara á fimmtudag, 9.apríl, og verður hún á sama tíma á föstudaginn, 10.apríl.