TM og HSÍ endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sinn sem felur í sér að TM mun áfram vera einn af aðalstyrktaraðilum sambandsins og íslenskra landsliða í handknattleik. 

Undirbúningur landsliðsins fyrir HM í Frakklandi er nú á lokametrunum, en íslenska liðið hefur leik þann 12. janúar í Metz.

Á myndinni hér fyrir neðan á má sjá Davíð B. Gíslason varaformann HSÍ og Sigurður Viðarsson forstjóri TM undirrita samninginn.






Myndin er fengin af heimasíðu TM.