Þrír leikir fara fram í Olís deild karla í kvöld og eru þeir allir í beinni útsendingu á netinu. Eins er einn leikur í beinni úr 1.deild karla.

Leikur ÍBV og FH hefst í Vestmannaeyjum kl.18.30 og verður leikurinn sýndur beint á
ÍBV TV.

Leikur Vals og Aftureldingar hefst í Vodafone Höllinni kl.19.30 og verður leikurinn sýndur beint á
Valur TV.

Leikur Fram og Gróttu hefst í Framhúsinu kl.19.30 og verður leikurinn sýndur beint á
SportTV.

Leikur Fjölnis og Selfoss í 1.deild karla hefst kl.20.00 í Dalhúsum og verður leikurinn sýndur beint á
Fjölnir TV.