Ísland sigraði Portúgal 29-26 í þriðja og síðasta vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Austurbergi í kvöld.

Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en staðan í hálfleik var 13-11 Íslandi í vil.

Markahæstur hjá Íslandi var Guðjón Valur Sigurðsson með 7 mörk en næst kom Arnór Atlason með 6.

Næsta verkefni hjá liðinu er næst komandi laugardag en þá mætir liðið Bosníu í fyrri leik liðanna í undankeppni fyrir HM en leikið verður í Bosníu.