Í morgun var tilkynnt að Kristján Andrésson hefði verið ráðinn þjálfari sænska karlalandsliðsins í handbolta til næstu tveggja ára.

Kristján spilaði á sínum tíma 13 landsleiki og skoraði í þeim 10 mörk auk þess lék hann 11 unglingalandsleiki og skoraði þar 20 mörk. Hann var meðal annars í lokahóp íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Kristján hefur starfað sem þjálfari hjá GUIF/Eskilstuna í Svíþjóð.

Kristján bætist núna í góðan hóp íslenskra þjálfara sem stýra erlendum landsliðum. Hópinn má sjá hér:

Dagur Sigurðsson, Þýskaland (karla)

Guðmundur Guðmundsson, Danmörk (karla)

Jaliesky Garcia, Puerto Rico (karla)

Kristján Andrésson, Svíþjóð (karla)

Patrekur Jóhannesson, Austurríki (karla)

Þórir Hergeirsson, Noregur (kvenna)