Þjálfaranámskeið HSÍ halda áfram helgina 9. – 11. júní með námskeiðum á 1.-3. stigi.

Á 1. stigi er fjallað um þjálfun bara (6. – 8. flokkur), á 2. stigi er fjallað um þjálfun unglinga (3. – 5. flokkur) og á 3. stigi er viðfangsefnið afreksþjálfun (meistaraflokkur).

Um er að ræða seinna helgarnámskeiðið á 1. stigi en 2. og 3. stigið eru að hefjast á nýjan leik.

Lágmarkþátttaka í námskeiðunum er 10 manns á hverju stigi.


Verð á námskeiðum:1. stig – kr. 25.000.

2. stig – kr. 30.000.

3. stig – kr. 35.000.

Nánari upplýsingar og skráning hjá magnus@hsi.is