Fræðslunefnd HSÍ hefur sett saman þrjú þjálfaranámskeið sem verða á dagskrá 8.-10. janúar n.k.

Þetta eru fyrstu helgarnámskeiðin á 1., 2. og 3. stigi og eru þau í samræmi við Rinck menntunarstefnu evrópska handknattleikssambandsins.

http://hsi.is/frettir/frett/2015/11/30/Endurskipulag-thjalfaramenntunnar-HSI/

Hér má finna upplýsingar um framgang námsins og verður tímalína námskeiða gefin út á næstu dögum, miðað er við að hægt sé að klára 1. stigið í vor á meðan 2. og 3. stigið klárast að öllum líkindum næsta haust, enda námið umfangsmeira á því stigi.

Fjölmargir þjálfarar hafa verið metnir inn í kerfi þjálfaramenntunnar HSÍ skv. gamla kerfinu og eru þeir beðnir um að hafa samband varðandi stöðu sína innan þess nýja.

Þeir sem ekki hafa verið metnir inn í kerfið þurfa að skila inn upplýsingum um leikreynslu, þjálfunarreynslu, menntun og allt annað sem tiltekur að nefna varðandi þjálfun.

Nánari upplýsingar og skráning, magnus@hsi.is

Kostnaður við þessi helgarnámskeið, per einstakling:

1.stig   kr.25.000.-

2.stig   kr.32.000.-

3.stig   kr.38.000.-

Greiðsluupplýsingar verða sendar út þegar skráning liggur fyrir, skráningarfrestur er til 18.desember.